• Icelandic
  • English

Skráning og þjónusta

 

 

Söluhross.is  býður nú nýja þjónustu í skráningu sölu hrossa fyrir þá sem vilja selja hesta sína sjálfir. Beint frá bónda eins og sagt er. Söluhross.is er í eigu salehorses.is sem sérhæfir sig í að finna hross fyrir kúnna sína og þar af leiðandi ekki söluskráningarsíða fyrir almenning. Með opnun á söluhross.is er verið að koma til móts við þá kúnna sem vilja selja sín hross sjálf.

 

Vefirnir söluhross.is og salehorses.is er aðskildir en þó verður vefurinn söluhross.is vel kynntur á salehorses.is þar sem gríðarlega mikill fjöldi erlendra aðila heimsækir á hverjum degi í leit að hrossum. Þannig að öll hross sem skráð eru á söluhross.is fá strax athygli okkar kúnna.

 

Til að byja með þá verður frítt að skrá hross á www.soluhross.is þannig að það borgar sig að senda inn skráningu NÚNA.  

 

Þú sendir okkur mynband eða slóð á myndband, myndir og umsögn um hrossið. Við lögum til myndbandið, klippum til ef með þarf og þýðum umsögn yfir á ensku og þýsku. Þar með er þitt hross komið í sölu milliliðalaust og munu áhugaverðir kaupendur hafa beint samband við þig. Hinsvegar ef tungumálaörðuleikar flækja eitthvað málin þá getum við aðstoðað við það ásamt því að hjálpa til við útflutning og annað sem viðkemur sölu erlendis fyrir sanngjarna þóknun.

 

ATH. Við getum einnig komið og tekið upp myndband af söluhrossum. Upptaka af stökum hesti kostar 10.000 kr. 

 

SKRÁNINGAR SKAL SENDA Á SOLUHROSS@SOLUHROSS.IS

 

Team Akurgerði
www.salehorses.is
www.soluhross.is
Sabine Girke
Daníel Ben
Sími: 696-8880 og 487-5188
Mail: soluhross@soluhross.is