• Icelandic
  • English

Héla IS2011265702 frá Hnjúki

Verð : 290.000kr

Héla IS2011265702 frá Hnjúki er mjög falleg, grá hryssa undan fyrstu verðlauna hestinum Snævari Þór frá Eystra-Fróðholti og Perlu frá Þverá (undan Hirti frá Tjörn). Vegna tímaleysis er hún til sölu og einungis mánaðartamin en hún er mjög skemmtileg og fljót að læra. Hún velur alltaf tölt, bæði undir sjálfum sér og knapa. Hún er mjög ljúf og þæg í allri umgengni og á húsi. 


Héla á þrjú eldri alsystkini sem öll eru virkilega skemmtileg og efnileg hross. Hún var frumtamin í október s.l og er í útigangi núna en ekkert mál að taka hana inn og járna hana ef áhugi er fyrir að koma og skoða eða prófa hana.  Hún er staðsett í Skíðadal, Dalvíkurbyggð, um 40 mín akstur frá Akureyri. 

 

Verðhugmynd 290.000 kr en fer á góðu staðgreiðsluverði. Skoðum öll tilboð en ekki skipti.

 

Get sent video í tölvupósti í gegnum eftirfarandi netfang.

 

Upplýsingar í síma 6168022 Brynhildur - 6115985 Jón eða á netfang binna0209@hotmail.com

Nýlegar Vörur